Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. maí. 2011 04:23

Ferða- og sumarhúsablaðið Vesturland 2011 komið út

Ferða- og sumarhúsablaðið Vesturland 2011 er nú komið út. Þetta er í þrettánda skipti sem Skessuhorn vinnur og gefur út upplýsingarit um ferðaþjónustu í landshlutanum en meðal nýjunga að þessu sinni er stór kafli sem snýr að sumarhúsafólki á Vesturlandi. Í landshlutanum eru nú um 2.450 sumarhús og má því ætla að á góðviðrisdögum að sumri bætist um tíu þúsund íbúar við þá fimmtán þúsund sem fyrir eru að staðaldri. Líkt og áður er blaðinu skipt í nokkra kafla. Fjallað er um Vesturland og sérstöðu þess, en síðan rakin leiðin um Hvalfjörð, Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla. Kafli er um vetur á Vesturlandi, viðburðaskrá sumarsins, upplýsinga um golf, sundlaugar, tjaldstæði og margt fleira. Forsíða blaðsins er ljósmynd Inga Steinars Gunnlaugssonar ljósmyndara af lóm með unga sína.

 

 

 

Blaðið er litprentað í 25 þúsund eintökum í A5 broti og mun stærra en undanfarin ár, eða 164 síður. Sem fyrr er blaðinu dreift til allra sumarhúsaeigenda á Vesturlandi, á helstu áningarstaði ferðamanna á Vesturlandi, á leiðum inn í landshlutann og víðar. Einnig liggur blaðið frammi á Markaðsstofu Vesturlands, Hyrnutorgi í Borgarnesi þar sem ferðaþjónar geta nálgast eintök af því til frekari dreifingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is