11. maí. 2011 10:01
Á fundi Akranesstofu í vikunni var rætt um undirbúning Írskra daga sem verða 1. - 3. júlí. Meðal nýrra dagskrárliða sem unnið er að má nefna sérstaka "Írska leika", sem er hreystikeppni með írsku ívafi og eru einkum ætlaðir yngra fólki auk þess sem boðið verður upp á fjölskyldukeppni. Einnig er stefnt að keppni í svokölluðum "mýrarbolta" og ýmsar aðrar nýjungar eru í undirbúningi. Gert er ráð fyrir skemmtun í miðbæ að kvöldi föstudagsins í kjölfar hins hefðbundna götugrills víða um bæinn. Dagskrá laugardagsins fer fram á Jaðarsbökkum og í Garðalundi. Á sunnudeginum verður haldin barna- og fjölskylduskemmtun í Garðalundi.