11. maí. 2011 04:01
Það er margt í lífinu sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og metum ekki að verðleikum, til dæmis getuna til þess að ganga, tala og hafa stjórn á eigin líkama. Það síðastnefnda er eitthvað sem Guðbjörg Þorsteinsdóttir, átján ára stúlka í Grundarfirði, ræður ekki alltaf við. Guðbjörg er með Tourette syndrome, taugasjúkdóm sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heilanum. Helstu einkenni hans svokallaðir kækir, sem eru tilgangslausar en óviðráðanlegar hreyfingar eða hljóð. Hún hefur í gegnum tíðina orðið fyrir barðinu á fordómum í sinn garð og segir fólk ekki alltaf skilja af hverju hún sé eins og hún er. Nýlega fór hún að skrifa færslur á netið um sjúkdóminn, fordómana og lífið með Tourette. Blaðamaður leit í heimsókn til þessarar hugrökku stúlku.
Rætt er við Guðbjörgu Þorsteinsdóttur Grundarfjarðarmær í Skessuhorni vikunnar um sjúkdóminn og lífið.