Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2011 02:01

Lifir og þrífst með Víkingum á sumrin

Áhorfendur og áhangendur liðanna spila mikilvægt hlutverk í fótboltanum og má með sanni segja að þeir séu, þó svo það sé kannski klisja, tólfti maðurinn á vellinum. Þetta veit Gunnar Örn Arnarson fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvík, nú framkvæmdastjóri og einn heitasti stuðningsmaður liðsins. “Ég lifi og þrífst í þessu á sumrin,” segir Gunnar Örn meðal annars í samtali við Skessuhorn, en hann hóf að æfa sem markmaður í liðinu strax eftir tíunda bekk og fór síðan að starfa með Víkingum árið 2006. Hann segist vera hálfgerður þúsund þjala smiður fyrir liðið. “Það er mikil skipulagsvinna sem fylgir einu svona liði. Ég sé um verkefnastjórn yfir vellinum og er umsjónamaður heimasíðu Víkings. Þá passa ég einnig upp á að allir leikmenn og búningar fari með á útileiki. Ég hef verið með beinar lýsingar á leikjum á netinu og það verður engin breyting á því í sumar. Stuðningsmenn Víkings munu geta fylgst með leikjunum í beinni textalýsingu hvar sem er í heiminum.”

 

Nánar er rætt við Gunnar Örn í sérblaði Skessuhorns um fótboltann á Vesturlandi sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is