Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2011 08:01

Fyrsta deildin er skemmtilegri

Markmaðurinn Einar Hjörleifsson á að baki níu tímabil með Víkingunum í Ólafsvík og mun komandi tímabil verða hið áttunda í röð. Sjálfur kemur hann frá Reykjavík en það var eiginkonan, Ingibjörg Sumarliðadóttir, sem dró hann að eigin sögn vestur. “Ég er nokkuð spenntur fyrir sumrinu,” segir hann í samtali við Skessuhorn. “Þetta verður erfiðara en í fyrra. Við erum komnir einni deild ofar og þar af leiðandi verður klassinn og gæðin mun betri. Leikmennirnir eru betri og öll umgjörðin í kringum liðin. Þó svo að við séum kannski ekki að fara að toppa síðasta tímabil getum við samt gert betur á ýmsum sviðum. Við þurfum að sanna að við séum lið í þessum klassa og sem á jafnvel eitthvað inni enn.”

 

Nánar er rætt við aldursforseta Víkinga, Einar Hjörleifsson, í sérblaði um fótboltann sem fylgir Skessuhorni vikunnar. Fyrsti leikur Víkinga í 1. deildinni í sumar er á Ólafsvíkurvelli á morgun, laugardag, þegar þeir fá Hauka í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is