Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. maí. 2011 09:01

"Höfum alla burði til að fara upp"

“Mér líst vel á sumarið hjá okkur á Skaganum. Við erum með gott lið núna og það kom mér á óvart hvað ungu strákarnir í liðinu eru öflugir. Ég held við höfum alla burði til að fara upp úr deildinni en það verður ekkert auðvelt verkefni. Mér sýnist að það séu ein sex lið sem hafa það að markmiði að fara upp. Auðvitað er viðbúið að það muni stundum blása á móti hjá okkur í sumar, en þá er það sem skiptir máli að mannskapurinn þoli pressuna og láti hæfileikana blómstra,” segir varnarjaxlinn og reynsluboltinn Reynir Leósson sem snýr að nýja á Skagann eftir að hafa leikið fjögur síðustu tímabil með Reykjavíkurfélögunum Val og Fram og þar áður með Trelleborg í Svíþjóð. Reynir lék síðast með ÍA sumarið 2005.

 

Sérblað um 1. deildarliðin á Vesturlandi, ÍA og Víking Ó., fylgir Skessuhorni vikunnar. Þar er meðal annars rætt við varnarjaxlinn Reynir Leósson sem er kominn til baka á Skagann. Fyrsti leikur ÍA í deildinni er í kvöld gegn HK.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is