Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2011 01:26

Hjálparstarf kirkjunnar breytir fyrirkomulagi mataraðstoðar

Hjálparstarf kirkjunnar hefur gert róttækar breytingar á innlendri mataraðstoð sinni. Með breytingunni er ætlunin að gera aðstoðina á margan hátt manneskjulegri en verið hefur og er í reynd beint gegn þeirri biðraðamenningu sem myndast hefur við matarúthlutun um árabil. Breytingin felur í sér að skjólstæðingar Hjálparstarfsins, sem eru með börn á framfæri, fá í hendur inneignarkort í verslunum sem selja helstu nauðþurftir og er þeim í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta kortið, hvenær og hvar, að undangengnu mati á aðstæðum. „Inneignarkortin, sem geyma fasta og fyrirfram ákveðna fjárhæð, koma í stað matarpoka sem Hjálparstarfið hefur hingað til afhent, en sú aðstoð hefur verið bundin stað og stund og mætt gagnrýni af þeim sökum. Þó má segja að skjólstæðingar Hjálparstarfsins hafa ekki beðið útí í röð heldur hafa þeir tekið númer og beðið í biðstofu eftir viðtali og aðstoð,“ segir í tilkynningu.

 

 

 

Eftir sem áður munu félagsráðgjafar á vegum Hjálparstarfsins meta þörf þess fólks sem leitar sér mataraðstoðar, liðsinna því um fjármál og meta þörf á fjárhagsaðstoð hverju sinni. Það fær því enginn inneignarkort án undangengins mats á aðstæðum sem meðal annars byggist á gögnum umsækjenda um tekjur og útgjöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is