Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. maí. 2011 02:45

Ferðamenn hafa aldrei áður verið fleiri í aprílmánuði

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 34.333 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum en þeir hafa aldrei áður farið yfir 30 þúsund í aprílmánuði. Um er að ræða 40% aukningu frá því í apríl á síðasta ári, en þá hafði gosið í Eyjafjallajökli veruleg áhrif á fjölda ferðamanna og þar af leiðandi voru miklar sveiflur í tölunum milli ára. Fjölmennustu aprílmánuðir til þessa voru 2007 og 2009 þegar erlendir ferðamenn voru rétt innan við 28 þúsund. Bretar voru fjölmennastir hér á landi, þá Bandaríkjamenn, Danir og Norðmenn. Samtals hafa 104 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 15.500 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 17,5% milli ára. Brottförum Íslendinga í apríl fjölgaði um 50% frá því í fyrra, voru 29 þúsund í ár en 19 þúsund í fyrra. Um fimmtungi fleiri Íslendinga hafa ferðast til útlanda það sem af er þessu ári samanborið við 2009.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is