13. maí. 2011 02:56
Það má með sanni segja að Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hafi átt annasaman dag. Hann skrifaði alls undir þrjá kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í dag við Samtök atvinnulífsins. Ásamt því að ganga frá kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði var gengið frá samningi vegna starfsmanna fiskimjölsverksmiðjunnar og þá tókst að ganga frá fyrirtækjasamningi fyrir starfsmenn ISS sem starfa í mötuneytinu og við ræstingar hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Á vef félagsins segir að greint verður nánar frá innihaldi þessara samninga eftir helgi og samningarnir verða kynntir fyrir starfsmönnum alla næstu og þarnæstu viku.