Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. maí. 2011 12:01

Skagamenn lögðu HK í fyrsta deildarleik sumarsins

Skagamenn stóðu undir væntingum í opnunarleik 1. deildar karla sl. föstudagskvöld þegar þeir sigruðu HK á Kópavogsvelli. Enski framherjinn Gary Martin sem mikið hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur stóð fyrir sínu og skoraði tvö marka ÍA liðsins. Það gerði einnig gamla markamaskínan Hjörtur Júlíus Hjartarson sem átti þriðja markið í 3 – 0 sigri ÍA.  Skagamenn komust yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar Hjörtur Júlíus skoraði með skalla eftir fyrirgjöf af hægri kanti. Varnarmenn HK sváfu á verðinum og Hjörtur komst einn og óvaldaður í skallafæri sem hann nýtti. HK liðið var annars fremur dauft í leiknum og varnarleikurinn fremur slakur. Skagamenn sem er spáð toppsætinu litu mjög vel út frá aftasta manni til þess fremsta.

Gary Martin bætti við öðru marki Skagamanna á 20. mínútu. Guðjón Heiðar Sveinsson tók þá hornspyrnu og boltinn barst til Martin sem skoraði með góðu skoti í gegnum þvögu leikmanna. Staðan í hálfleik 0-2 fyrir Skagamenn sem „áttu“ völlinn.

Í síðari hálfleik léku þeir Martin og Hjörtur saman í framlínunni og eftir að hafa skorað sitt markið hvort tóku þeir höndum saman í því þriðja. Hjörtur sendi þá draumasendingu innfyrir vörn HK manna á Martin sem afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Staðan orðin 0-3 fyrir ÍA og úrslit leiksins ráðin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is