Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2011 08:01

Konur skipa nú meirihluta stjórnar LEB

Landsfundur Landssambands eldri borgara var haldinn á Hótel Stykkishólmi dagana 10.-11. maí sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru fjölmargar ályktanir samþykktar um kjaramál, en eldri borgarar hafa ekki fengið neinar leiðréttingar á kjörum sínum undanfarin ár og það jafnvel þó launþegar hafi fengið ýmsar kjarabætur m.a. 16% hækkun lágmarkslauna.  Mótmælt var harðlega þeim skerðingum sem settar voru fram 1. janúar og 1. júlí 2009.  Eldri borgarar vilja halda óskertum grunnlífeyri.  Þeir vilja einfalda kerfi lífeyristrygginga, draga verulega úr tekjutengingum og taka upp ákveðið frítekjumark fyrir lífeyrissjóðs- og atvinnutekjur.

 

 

 

 

Þá vilja eldri borgarar að öryrkjar sem við 67 ára aldur taka ellilífeyri haldi óskertum örorkubótum.  Við síðustu samningagerð á almennum vinnumarkaði var óskað eftir að ASÍ tækist með kröfum sínum að leiðrétta einnig laun lífeyrisþega og náðist það að einhverju leyti fram, en eftir er að útfæra það hjá Tryggingastofnun. Einnig voru á landsfundinum samþykktar áskoranir til ríkisstjórnar í skattamálum lífeyrisþega, um t.d. að verðbætur á sparifé séu undanþegnar fjármagnstekjuskatti og hærri upphæð af sparifé en nú er sé skattfrjáls.  Þá voru lagðar fram og samþykktar ályktanir frá þjónustunefnd LEB sem starfað hefur sl. tvö ár.

 

Jóna Valgerður nýr formaður

Að lokum var stjórnarkjör þar sem Jóna Valgerður Kritjánsdóttir var kosin nýr formaður LEB. Jóna Valgerður kemur frá FEB í Dalabyggð og Reykhólahreppi og hefur setið í tvö ár í stjórn LEB sem ritari.  Er hún fyrsta konan sem kosin er formaður LEB, en Helgi K. Hjálmsson úr Garðabæ sem verið hafði formaður  sl. fjögur ár hætti í stjórn. Einnig gengu úr aðalstjórn þau Kristjana H. Guðmundsdóttir Kópavogi og Grétar Snær Hjartarson Mosfellsvæ, en kosin voru ný inn þau Eyjólfur Eysteinsson Reykjanesbæ,  Ragnheiður Stephensen Mosfellsbæ og  Sigurlaug I Árnasóttir Akranesi, ásamt Unnari Stefánssyni sem hefur setið í tvö ár í stjórninni.  Þar með er meirihluti stjórnar skipaður konum í fyrsta skipti. Framkvæmdastjóri LEB er Valgerður K. Jónsdóttir.  Öllum sem hættu stjórnarsetu var þakkað mikið og óeigingjarnt starf í þágu LEB og nýir boðnir velkomnir til starfa.

 

Í Skessuhorni næsta miðvikudag verður greint frá fimm tillögum sem þjónustuhópur LEB samdi fyrir stjórn og komið verður á framfæri í fjölmiðlum og til hlutaðeigandi ráðamanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is