Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2011 09:01

Samningur um eflingu tónlistarnáms og jöfnun aðstöðumunar

Í síðustu viku var undirritað samkomulag á milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.  Markmið samkomulagsins er að efla tónlistarnám og gera tónlistarnemendum kleift að stunda nám sitt óháð búsetu, segir í tilkynningu frá samningsaðilum. Með samkomulaginu tekur ríkissjóður yfir kostnað vegna kennslu í söngnámi á mið- og framhaldsstigi og hljóðfæranámi á framhaldsstigi. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu. Samkomulagið felur í sér að ríkissjóður veitir árlega framlag, alls 480 m.kr., vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbinda sveitarfélög sig til að taka yfir ný verkefni frá ríki sem nemur 230 m.kr. Aukning á fjárframlögum til málaflokksins nemur því 250 m.kr. Viðræðunefnd á vegum ríkis og sveitarfélaga mun vinna að samkomulagi um tilfærslu verkefnanna og er stefnt að því að nefndin ljúki störfum í sumar.

 

 

 

 

Framlag ríkisins mun greiðast til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Munu sveitarfélögin tryggja að framlagið fjármagni kennslu þeirra nemenda sem eru innritaðir í viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla nánari skilyrði sem sett verða í lögum um tónlistarskóla. Á grundvelli samkomulagsins tryggja sveitarfélögin einnig að nemendur sem uppfylla inntökuskilyrði tónlistarskóla og reglur um námsframvindu geti stundað tónlistarnám á framhaldsstigi í hljóðfæraleik og á mið- og framhaldsstigi í söng án tillits til búsetu. Mennta- og menningarmálaráðherra mun á komandi haustþingi leggja fram frumvarp til laga um tónlistarskóla þar sem ýmis atriði í samkomulaginu verða útfærð nánar. Samkomulagið felur einnig í sér að í reglugerð sem innanríkisráðherra setur verður kveðið á um stuðning jöfnunarsjóðs við tónlistarnám nemenda á grunn- og miðstigi í hljóðfæraleik og á grunnstigi í söng sem þurfa vegna framhaldsskólanáms eða af öðrum gildum ástæðum að innritast í tónlistarskóla utan síns sveitarfélags.  Samkomulagið gildir fyrir skólaárin 2011-2012 og 2012-2013.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is