Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2011 11:29

Nýtt þangskurðarskip komið að bryggju á Reykhólum

Forsvarsmenn Þörunga-verksmiðjunnar og íbúar á Reykhólum höfðu ástæðu til að fagna sl. sunnudagskvöld þegar Grettir BA-39, nýtt þangskurðarskip verksmiðjunnar, lagðist að bryggju. Þar með var settur endapunkturinn á langa sögu frá því Þörungaverksmiðjan keypti Fossá ÞH-362 af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, sem þá var kúfisksveiðiskip, með þær fyrirætlanir að breyta skipinu í þangskurðar- og þangflutningaskip. Að sögn Atla Georgs Árnasonar framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar mun Grettir fara á sjó strax og viðrar til þangskurðar, en hann hefur enn ekki hafist á þessu vori sökum þess að skurðarprammar hafa ekki komist á sjó. Þá er Grettir með sérbúnað til þaraskurðar, en þurrkun hrossaþara hefur verið að aukast hjá Þörungaverksmiðjunni meðfram mjölvinnslunni.

 

 

 

 

Grettir er tæpir fjörutíu metrar að lengd, um helmingi stærra skip en gamla þangskurðarskipið Karlseyjan sem það kemur í staðinn fyrir. Haffærni þess skips rennur út um næstu mánaðamót og verður því þá lagt. Vonir standa til að með nýja skipinu verði hægt að tvöfalda framleiðslu Þörungaverksmiðjunnar.

 

Nánar í frétt í næsta Skessuhorni. 

 

Sjá fleiri myndir á: www.123.is/thorgeirbald

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is