Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. maí. 2011 04:10

Krían er komin!

Krían er komin á Vesturland en fyrstu kríurnar komu til suðaustanverðs landsins á nokkuð hefðbundnum tíma seint í apríl. Það sem vakið hefur athygli fuglaskoðara er hins vegar að hún kom frekar seint á suðvestan- og vestanvert landið og enn er lítið komið af henni. Hafa menn þannig velt því fyrir sér hvort erfiðleikar og ætisskortur á þessum slóðum síðustu ár sé farinn að hafa teljandi áhrif. Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands segist ekki hafa séð neinar kríur á ferð sinni um Snæfellsnes 9. maí síðastliðinn sem sé fremur óvenjulegt svona seint að vorinu, en 10. maí sá hann fáeinar við Skarðsströnd og Fellsströnd í Dölum. Síðastliðinn laugardag voru síðan komnar um 150 kríur í grennd við hefðbundið varp við Stykkishólm.

 

 

 

 

Blaðamaður sló einnig á þráðinn til fuglaáhugamannsins Sæmundar Kristjánssonar í Rifi núna síðdegis. Í fyrstu sagðist hann ekkert hafa séð, né heyrt í kríunni, en í þeim töluðu orðum sá hann nokkra tugi af kríum fljúga fyrir ofan sig þar sem hann var að setja upp upplýsingaskilti um fuglalíf á svæðinu klukkan fjögur í dag. “Þetta er samt í allra síðasta lagi núna, en krían kemur yfirleitt á þetta svæði á bilinu 9. til 14. maí. Það hefur verið lítið af sjófugli á þessu svæði að undanförnu. Til dæmis hefur lítið sést af ritunni hérna í bjarginu og okkur grunar að um ætisleysi sé að ræða. Annars hefur verið svolítið af fargestum hérna í Rifi. Ég hef til dæmis orðið var við bæði brandendur og rauðhöfðaendur,” sagði Sæmundur.

 

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían. Flugleið hennar getur verið rúmlega 35 þúsund kílómetrar og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Að vori er ferðatími kríunnar um 60 dagar en hún leggur upp í byrjun mars og kemur yfirleitt hingað til lands í kringum mánaðamót apríl og maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is