Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2011 07:01

Skipakomur skemmtiferðaskipa fleiri en undanfarin ár

Á hverju sumri kemur fjöldi skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar og að sögn Jónasar Víðis Guðmundssonar markaðsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar verða skipakomur fleiri í sumar en undanfarin ár. “Alls verða 16 skipakomur í sumar en þess má þó geta að sama skipið kemur þrisvar sinnum í höfn og þá koma tvö önnur skip tvisvar,” segir Jónas Víðir.  Fyrsta skipið mun leggjast við höfn miðvikudaginn 29. júní og það síðasta kemur 2. september. Stærsta skipið sem kemur til Grundarfjarðar þetta árið er Ocean Princess en það er rúmlega 30 þúsund brúttótonn og mun liggja við ankeri miðvikudaginn 17. ágúst.

 

 

 

 

Síðastliðið sumar var nýtt móttökusvæði fyrir ferðamenn af skemmtiferðaskipum, ásamt nýrri flotbryggju, tekið í notkun í Grundarfjarðarhöfn. Þá hafa heimamenn yfirleitt staðið fyrir veglegri móttöku fyrir farþega skemmtiferðaskipanna. “Nú erum við einmitt að skipuleggja móttökurnar og eigum eftir að taka ákvörðun um með hvaða hætti þær verða. Við erum harðákveðin í að taka vel á móti farþegum og hafa móttökuhóparnir okkar ætíð vakið mikla lukku. Við erum allavega í sókn og þetta eykst ár frá ári. Nú þegar eru til dæmis bókaðar tólf skipakomur fyrir sumarið 2012 og þar mun bætast við,” sagði Jónas Víðir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is