Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2011 09:01

Comeniusarhópur í heimsókn í MB

Alla síðustu viku settu 36 erlendir gestir svip sinn á Borgarnes og skólastarfið í Menntaskóla Borgarfjarðar. Þetta voru nemendur og kennarar frá Hollandi, Tyrklandi, Þýskalandi og Portúgal sem tóku, ásamt nemendum og kennurum í MB, þátt í Comeniusarverkefninu "Migration and cultural influences". Auk málþings sem haldið var í skólanum síðastliðinn miðvikudag, voru niðurstöður úr verkefnavinnu nemenda kynntar en þar kom m.a. í ljós að aðstæður innflytjenda í Evrópulöndum eru að mörgu leyti ekki nógu góðar. Niðurstöður málþings voru m.a. þær að fjölmiðlar varpa oft á tíðum villandi ljósi á málefni innflytjenda og almennt skortir á fræðslu og skilning heimaþjóðarinnar. Gagnkvæm aðlögun er nauðsynleg til að farsæl samskipti eigi sér stað á milli innflytjenda og innfæddra. Einnig ferðaðist hópurinn nokkuð, helstu perlur Borgarfjarðar voru skoðaðar, smakkað á veitingaflóra bæjarins og ýmislegt fleira.  

 

 

 

Verkefni sem þetta eykur verulega persónuþroska nemenda, þeir kynnast nýjum siðum og venjum og ekki síst fólki með ólíka siði þeirra eigin. Verkefnið heldur áfram næsta vetur en þá fá þátttakendur í verkefninu tækifæri til að fara til Hollands eða Portúgal en því lýkur þar í maí á næsta ári. Aðstandendum verkefnisins langar að þakka Nettó, Bónus, Brúðuheimum, Landnámssetrinu og Hópferðum Sigga Steina Gulla fyrir gott samstarf en ekki síður þeim foreldrum sem tóku erlenda nemendur að sér þessa vikuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is