17. maí. 2011 10:15
Nokkuð var um tilkynningar vegna skemmdarverka til lögreglunnar á Akranesi í liðinni viku. Göt voru stungin í topp bifreiðar, að talið er með skrúfujárni eða einhverju álíka verkfæri, og tvær bifreiðar voru skemmdar eftir högg eða spark. Þá virðist sem reynt hafi verið að brjótast inn í heimahús með því að spenna upp glugga, en meint innbrotstilraun bar ekki árangur.