Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. maí. 2011 04:22

Sötra bjór og hugsa „ég er pakk“

Einn óbreyttur Íslendingur fékk ekki boð um að vera viðstaddur opnun tónlistarhússins Hörpu. Hann sendir eftirfarandi kveðju með heitinu „Kvæðið um smáfuglana.“ Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á landanum að sjá á sjónvarpsskjánum hverjum var boðið í teitið, útrásarvíkingum, höfundum hrunsins, sem og öðru fyrirfólki þessa lands. Almenningur mun hins vegar fá að borga, bæði stofnkostnað upp á um 28 milljarða króna sem og taprekstur af húsinu.

 

En gefum ónefndum, flíspeysuklæddum bjórdrykkumanni, orðið:

Snert Hörpu-stjóra, himinborna dís

svo heyri hún mitt bænakvak, ó, plís:

Mig dreymir um að ganga í húsið glæst,

...á gestalistann settu nafn mitt næst!

 

Ég svekktur sit hér sjónvarpstækið við,

í sálu minni finn ég engan frið:

Þeir sýna Dorrit – sú er glæsileg!

Þar situr elítan – en hér sit ég.

 

Þar situr einn sem setti Hörpu á haus

í heiðursstúku æru- og auralaus,

en ég sem tók í Landsbankanum lán

...má lufsast heima í sófa, hvílík smán!

 

Þau heyra í glerhjúp ljúfan goluþyt,

um gesti leikur gull- og perluglit,

en ég sit heima í flíspeysu með snakk

og sötra bjór og hugsa: Ég er pakk!

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is