Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2011 09:01

Ingibjörg Hannesdóttir verði ráðin skólastjóri í Hvalfjarðarsveit

Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn mánudag að leggja til við sveitastjórn að ráða Ingibjörgu Hannesdóttur í stöðu skólastjóra við nýjan sameinaðan leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.  Ingibjörg var talin uppfylla menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru til umsækjenda í auglýsingu. Ingibjörg útskrifaðist með B.ed – gráðu frá Kennaraháskóla Íslands sem grunnskólakennari vorið 1996 og lauk M.A. prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst haustið 2010. Hún hefur starfað sem kennari frá því hún útskrifaðist sem grunnskólakennari bæði í Hjallaskóla í Kópavogi og Engjaskóla í Grafarvogi. Hún hefur bæði reynslu af kennslu barna á leik- og grunnskólaaldri.

 

 

 

 

Ingibjörg stofnaði Myndlistarskóla Grafarvogs haustið 2009 og hefur verið þar skólastjóri síðan. Í myndlistarskólanum hefur hún kennt nemendum  á leik- og grunnskólaaldri, auk þess haldið námskeið fyrir fullorðna. Leitað var eftir einstaklingi sem hefði skýra framtíðarsýn í skólamálum, væri skapandi, metnaðarfullur og hefði reynslu af þróunarstarfi, rekstri og stjórnun. “Við teljum að Ingibjörg Hannesdóttir uppfylli öll þessi skilyrði. Ingibjörg hefur skarpa framtíðarsýn og mikinn metnað, auk reynslu af því að vinna brautryðjendastarf í skólamálum,” segir í greinargerð fræðslu- og skólanefndar Hvalfjarðarsveitar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is