Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2011 06:30

Þorskurinn of stór fyrir vinnsluna

“Við getum tekið um 50% af þorski af okkar eigin skipum í hús,” sagði Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G.Run í Grundarfirði í samtali við Skessuhorn. Hann segir þorskinn vera orðinn of stóran, sé nú allt að átta til tíu kíló, sem gerir íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum erfitt fyrir. “Í vetur keyptum við nýja flökunarvél svo við gætum flakað þennan stóra fisk. Nýja vélin ræður við fimm til sex kílóa fisk en þorskurinn er þó oftast mun þyngri en það. Hefðum við ekki keypt þessa nýju vél værum við líklega ekki að taka neinn þorsk inn í hús til okkar. Menn verða þó að gera sér grein fyrir því að þetta gerðist ekki á einni nóttu heldur tók það þorskinn nokkur ár að vaxa upp í þessa stærð.” Guðmundur Smári segir að fyrir nokkrum árum hafi þorskurinn verið að meðaltali tvö til þrjú kíló og allar vélar og færibönd í fiskvinnslufyrirtækjum miði við þá stærð.

 

 

 

 

 

“Við sjáum þessa breytingu einnig á mörkuðunum. Nú er eftirspurnin meiri eftir minni fiski og er hann mun dýrari en sá stóri. Enda ráða fáir kaupendur við þessa stærð. Það segir sig sjálft að það kunna ekki allir að elda fimm til sex sentímetra þykk flök. Þessi þróun hefur því margskonar áhrif. Við erum til dæmis að fá mun færri fiska fyrir sama kvóta og þannig höfum við á stuttum tíma náð að byggja upp þorsksstofninn í sjónum,” sagði Guðmundur Smári að lokum, en þess má geta að stofnvísitala þorsks hækkaði nú fjórða árið í röð samkvæmt stofnmælingu Hafró á botnfiski í mars síðastliðnum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is