Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2011 04:01

Segir vinnuna hafa átt betur við sig en námið

“Ég er svo mikill sveitamaður í mér að ég hef ekki viljað fara nær Reykjavík og kann alveg ljómandi vel við mig hérna á Akranesi, þótt það sé ágætt að vera í nálægð við borgina. Svo kemur varla það vor eða sumar að ég fari ekki vestur að hlaða batteríin. Það er sauðburðurinn og eyjalífið að vorinu og smalamennskan á haustin. Helst vil ég svo komast í heyskap að sumrinu. Mér finnst þetta fara mjög vel saman að búa hérna og geta skroppið vestur til að hitta mitt fólk og endurnýja kynnin við bernskustöðvarnar. Það er samt þannig að bóndinn blundar alltaf í mér og ég er ekki ennþá búinn að útiloka þann möguleika að fara í búskapinn, þótt hann verði æ fjarlægari,” segir Stefán Skafti Steinólfsson, sem búsettur hefur verið á Akranesi frá árinu 1997 en ólst upp og var búsettur vel fram á fullorðinsár í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Skafti hefur verið talsvert áberandi í starfinu hjá Ungmennafélaginu Skipaskaga á Akranesi síðustu árin, meðal annar í gegnum árangur dóttur sinnar Jófríðar Ísdísar í frjálsum íþróttum. Þá flutti Skafti hátíðarræðu á 1. maí sl. á Akranesi.  

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við Stefán Skafta Steinólfsson um lífið í Dölum og á Skaganum.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is