Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2011 01:01

Starfsánægja hefur vaxið mest í FSN

Val á stofnun ársins og fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og VR en þetta er í sjötta skipti sem SFR velur stofnun ársins. Á undanförnum árum má nefna að gott gengi í þesssum könnunum hefur t.d. verið hjá Landmælingum Íslands og Speli, meðal stofnana á Vesturlandi. Stofnanir ársins 2011, að mati starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði, eru embætti Ólafs Þórs Haukssonar sérstaks saksóknara í flokki stærri stofnana en sýslumannsins í Vík í hópi smærri stofnana. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er hins vegar hástökkvari ársins. Embætti sérstaks saksóknara fékk einkunnina 4,40, af 5 mögulegum, en sýslumaðurinn í Vík var efstur í flokki minni stofnana (undir 50 starfsmenn) með einkunnina 4,79. Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði bætir sig mest á milli ára. Hann var í neðsta sæti á lista minni stofnana sem komust á blað í fyrra en er nú í 19. sæti af 85.

Í tilkynningu frá SFR segir, að þegar á heildina sé litið, komi í ljós að aðeins dragi úr ánægju starfsmanna á vinnustöðum, sérstaklega á stærri stofnunum en fylgni sé milli starfsánægju og stærðar stofnana. Starfsfólk á minni stofnunum sé almennt ánægðara en á þeim stærri.  Starf og staða starfsmanns innan stofnunar skipti einnig máli en stjórnendur og starfsfólk með mannaforráð séu ánægðara í starfi en aðrir starfsmenn. Þá sýnir niðurstöður könnunar að vaxandi óánægja sé með launakjör, en ánægja með launakjör hafi nú minnkað tvö ár í röð. Í ár eru um 60% starfsmanna óánægðir með launakjör sín.  Í fyrra voru það 51% og árið 2009 voru þeir 44%. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is