Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. maí. 2011 12:30

Uppspretta lífs og gleði vill færa út kvíarnar

Það var líf og fjör í tuskunum á flóamarkaði sem haldinn var á Hvanneyri fyrir skemmstu. Félagsskapurinn Uppspretta lífs og gleði stóð fyrir básasölu í Íþróttahöllinni og notalegri stund í Skemmunni. Boðið var upp á  hamingjumúffur, súpur og Bjarkarbrauð. Eldsmiðja undir stjórn Óskars Dalamanns Hilmarssonar vakti einnig mikla hrifningu meðal gesta. Að Uppsprettunni standa kerlingarnar Anna Lísa Hilmarsdóttir og Björk Harðardóttir, báðar búsettar í Borgarfirði, ásamt fjölskyldum sínum. Á næstunni má búast við fleiri viðburðum af ýmsu tagi, enda einkunnarorð Uppsprettunnar að allt sé hægt með bjartsýni að leiðarljósi og ómældum skammti af starfsvilja.

 

 

 

 

Þessar dugmiklu og hugmyndaríku kerlingar leita nú að starfsaðstöðu og nýta því tækifærið og auglýsa hér með eftir skemmum, gömlum fjárhúsum, fjósum, eða bara skemmtilegu húsnæði á afspyrnu góðum kjörum, sem nýst gæti til áframhaldandi uppsprettu skemmtilegra viðburða, enda getur Uppsprettan sprottið upp hvar og hvenær sem er og getur tekið að sér öll möguleg og ómöguleg verkefni. Þar má nefna allt frá nútíma veisluhaldi til gamaldags kaffiboða að hætti Guðrúnar frá Lundi. „Húsnæði má þarfnast lagfæringa, enda komum við til með að geta hlaðið, höggvið, sútað, steypt, sniðið og saumað svo fátt eitt sé nefnt. Það er okkar markmið að nýta fjársjóðinn sem liggur í hráefni af svæðinu sem og að njóta mannauðsins sem við búum yfir hér í héraði,“ segir Björk Harðardóttir í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is