Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2011 09:01

Gerði flotbryggju fyrir tjaldinn

Sunnan við bæinn Eiði í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi er Arnór Kristjánsson bóndi að gera all nýstárlega tilraun. Þannig hagar til að tjaldshjón hafa til nokkurra ára átt búsetu á malareyri sunnan við bæinn og um sjötíu metra frá sjónum. Þetta mun vera í a.m.k. þriðja eða fjórða skipti sem tjaldurinn verpir á sama stað. Undanfarin vor hefur hreiðrið ýmist farið á kaf á háflóði eða tófan stútað eggjunum í því og uppeldi tjaldshjónanna því misfarist. Í gær var stórstreymt og þótti Arnóri bónda fyrirséð að flæða myndi yfir hreiðrið að óbreyttu því flóðhæð verður þarna yfir fjórir metrar. Ákvað Arnór því að setja frauðplastsplötu við hreiðurstæðið sem fest er með bandi við jarðfastan tein og færði hreiðrið í skál sem hann gerði í plötuna. Þessum tilfæringum tók tjaldurinn afar vel og lagðist á eggin sín fjögur eins og ekkert hefði í skorist, enda hreiðurstæðið vafalaust hlýrra og notalegra eftir breytinguna. Sverrir Karlsson ljósmyndari tók meðfylgjandi mynd meðan Arnór var að koma hreiðrinu fyrir og fylgdist með í gær þegar háflóð var í Kolgrafarfirði.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is