Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2011 11:01

Vésteinn gerir það gott í Bandaríkjunum

Körfuboltamaðurinn ungi, Vésteinn Sveinsson frá Akranesi, hefur fengið inngöngu í Ashford háskólann í Iowa fylki Bandaríkjanna. Áður hafði hann spilað tvö tímabil við Marshalltown Community Collage undir stjórn Brynjars Brynjarssonar þjálfara, sem er eini Íslendingurinn sem þjálfað hefur í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum. Var Vésteinn þar í lykilhlutverki í að tryggja liðinu 15 sigra á síðasta tímabili. Þess má geta að í fyrra hlaut hann sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur sem annars árs nemandi.

 

 

 

 

 

 

Vésteinn er annar Íslendinga til að fá inngöngu í Ashford háskólann en áður hafði knattspyrnukonan Íris Björk Róbertsdóttir hlotið inngöngu. Oliver Drake yfirþjálfari Vésteins segist spenntur yfir því að fá hann í liðið. “Við sjáum Véstein sem leikmann sem getur í senn varist, barist og skotið með góðum árangri,” segir Drake meðal annars í viðtali á heimasíðu háskólans. Þar kemur einnig fram að Vésteinn muni samhliða körfuboltanum leggja stund á tölvunarfræði og stærðfræði við skólann.

,,Ég skoðaði skólann og æfði með þeim og leist bara mjög vel á þetta. Ég er mjög spenntur, mér lýst rosa vel á þjálfarateymið sem þeir hafa og það virðist vera mikill metnaður í gangi þarna,“ segir Vésteinn Sveinsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is