19. maí. 2011 11:08
Álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði tóku sig til og keyptu fyrsta Álfinn af SÁÁ, en í Hellisgerði er eins og kunnugt er mikil álfabyggð, að sögn Erlu Stefánsdóttur álfakonu, sem keypti fyrsta álfinn fyrir hönd nágranna sinna. Í framhaldinu fer Álfurinn í almenna sölu til styrktar Unglingadeild SÁÁ á Vogi. Fólk er kvatt til að kaupa Álfinn en með því er verið að gefa unga fólkinu tækifæri til að fóta sig á ný í tilverunni, eignast betra líf og bjarta framtíð. Álfurinn er til sölu víðsvegar um landið, m.a. á afgreiðslustöðvum N1.