Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2011 08:01

Nýtt gistiheimili verður opnað 1. júní í Lýsudal

Gistiheimilið Kast opnar í Lýsudal á Snæfellsnesi 1. júní næstkomandi. Þessa dagana standa yfir lokaframkvæmdir við húsnæði og lóð en nafn gistiheimilisins er dregið af skjólgróðri og grasivaxinni laut fyrir ofan gistiheimilið. Lydía Gunnarsdóttir er aðaleigandi gistiheimilisins en þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í síðustu viku tók á móti honum bróðir Lydíu, Þór Gunnarsson, sem mun jafnframt sjá um eldhúsið að Kasti. “Pabbi okkar er uppalinn hérna í Staðarsveitinni og fjölskyldan á þessa jörð sem gistiheimilið stendur á. Þó svo að við höfum verið uppalin í Garðabænum að mestu þá vorum við alltaf með annan fótinn hérna í sveitinni,” segir Þór. 

Vatt upp á sig

Á Gistiheimilinu Kasti verður boðið upp á sextán rúmgóð og uppbúin tveggja manna herbergi þar sem auðvelt er að bæta við fleiri rúmum og gera þannig að fjölskylduherbergjum. Baðherbergi með sturtu fylgir stærri herbergjunum en þau minni deila tvö og tvö saman baðherbergi. Einnig verður boðið upp á eina stærri íbúð með þremur svefnherbergjum, stofu og baðherbergi. Á gistiheimilinu er stór veitingasalur sem rúmar 50 manns og boðið verður upp á ýmsa rétti sem matreiddir verða í eldhúsi Kasts. “Upphaflega átti þetta ekki að vera svona stórt en eins og með margt annað þá vatt þetta upp á sig. Eldhúsið er til dæmis alveg frábært og hér er allt til alls,” segir Þór en hann er lærður bakari og hefur undanfarin ár starfað í Geirabakaríi í Borgarnesi.

 

Eru stórhuga

Á Kasti er einnig stórt tjaldsvæði með góðri snyrtingu og sturtum. Hægt verður að kaupa aðgang að þvottavél og þurrkara og þá verður hluti tjaldsvæðisins með rafmagnstengingu fyrir húsbíla og fellihýsi. “Við erum stórhuga og stefnum á að koma upp heitum pottum hér að framan á næstu árum. Það verður forvitnilegt að hvort okkur takist ekki að ná ágætri kaffiumferð hérna á sumrin en þetta er eitthvað sem hefur vantað á svæðinu. Þegar hópar eru að koma í sundlaugina á Lýsuhóli, sem er löngu orðin fræg fyrir ölkelduvatnið, eru yfirleitt einhverjir sem hafa ekki áhuga á að fara í sund. Hingað til hefur ekkert verið við að hafast fyrir þessa einstaklinga á meðan þeir bíða, en nú geta þeir kíkt á kaffihúsið til okkar. Ég er allavega spenntur fyrir þessu og við munum koma reynslunni ríkari inn í þetta á næsta ári. Þetta er ævintýri og við erum bullandi bjartsýn á að þetta gangi. Er ekki ferðaþjónustan eina atvinnugreinin sem er að plumma sig á Íslandi í dag?” veltir Þór fyrir sér að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is