Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2011 10:01

Lagt af stað í atvinnuátak á Akranesi

Um þessar mundir er að fara af stað á Akranesi atvinnuátaksverkefni þar sem skoðaðir verða ýmsir möguleikar við atvinnuuppbyggingu, hvort heldur er með nýsköpun, styrkingu fyrirtækja á svæðinu eða flutningi nýrra fyrirtæja á svæðið. Einnig verður í þessu átaki leitast við að vekja athygli á Akranesi og tengdum atvinnusvæðum, svo sem Grundartanga, sem heppilegri staðsetningu fyrir atvinnustarfsemi. Jafnframt verður skoðuð tenging þessarar svæða, með aukna samvinna og þjónustu fyrirtækjanna í huga. Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri fyrir atvinnuátakinu sem mun vinna með starfshópi sem skipaður var fyrr á árinu, en átaksverkefnið var ákveðið við samþykkt fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir þetta ár, þar sem samþykkt var að taka frá 20 milljónir til atvinnuátaksverkefna.

Reynslumaður að norðan

Starf verkefnisstjóra fyrir atvinnuátakinu var auglýst fyrir skömmu og komu um tíu umsóknir. Úr þessum hópi var ráðinn Guðjón Steindórsson frá Akureyri. Guðjón hefur langa reynslu að fyrirtækjastjórnun og störfum sem tengjast nýsköpun, klasasamstarfi og ráðgjafarþjónustu. Hann var um árabil útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri, en lét af því starfi um aldamótin. Síðan hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi en gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra Orkuskólans.

 

Nánar er rætt við Guðjón í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is