Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. maí. 2011 05:38

Umhverfisstofnun hyggst gera úttekt á áhrifum flúors á grasbíta

Umhverfisstofnun segir í tilkynningu á heimasíðu sinni telja að í ljósi upplýsinga um aukningu á styrk flúors í beinum og í ljósi sívaxandi álframleiðslu hér á landi að komin séu upp veigamikil rök fyrir því að ráðist verði í heildstæða úttekt á styrk flúors í beinum og tönnum stórra, langlífra, íslenskra grasbíta. Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um veikinda hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit. Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi telur að rekja megi veikindin til flúors frá stóriðju á Grundartanga. Skessuhorn hefur nokkrum sinnum fjallað um málið og baráttu Ragnheiðar fyrir að málið verði rannsakað af alvöru. Hún hefur m.a. gagnrýnt að Umhverfisstofnun skuli ekki hafa brugðist við ósk hennar um að þetta verði rannsakað ítarlega.

 

 

 

Í frétt Umhverfisstofnunar segir: „Umhverfisstofnun hefur um nokkuð skeið haft til meðferðar erindi frá eiganda Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit í tengslum við veikindi hrossa á bænum og hugsanlegra tengsla við aukningu á styrk flúors í beinum hrossa í nágrenni álvera. Hvað varðar veikindi hrossa á bænum Kúludalsá var það niðurstaða Matvælastofnunar að þau einkenni sem lýst sé í fyrirliggjandi gögnum samræmist ekki þekktum einkennum vegna flúormengunar. Því sé ekki ástæða að ætla að þau tengist styrk flúors í beinum. Hins vegar í ljósi upplýsinga um aukningu á styrk flúors í beinum og í ljósi sívaxandi álframleiðslu hér á landi telur Umhverfisstofnun að uppkomin séu veigamikil rök fyrir því að ráðist verði í heildstæða úttekt á styrk flúors í beinum og tönnum stórra langlífra íslenskra grasbíta, um náttúrulegan breytileika, m.a. eftir landsvæðum, og skoðun á því hvort og þá við hvaða aðstæður gæti skaðlegra áhrifa flúormengunar. Stofnunin hefur boðað til fundar með félagi álframleiðenda þar sem þetta mál er m.a. á dagskrá og hyggst taka málið upp við umhverfisráðherra.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is