Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2011 09:26

ÍA sigraði í fyrsta heimaleiknum

Skagamenn lögðu Þrótt að velli í fyrsta heimaleiknum í 1. deildinni á Akranesvelli í gærkveldi. Sterk og köld austanátt setti talverðar svip á leikinn sem var lengstum lítið fyrir augað. ÍA hafði vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum og tókst þá að skora á markamínútunni, þeirri fertugustu og þriðju, þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði með skalla við fjærstöngina eftir góða sendingu frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni, sem kominn var hægra megin í teiginn. Það reyndist sigurmarkið í leiknum.

 

 

 

 

Skagamenn voru mun betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst illa að hemja boltann í sínum sóknaraðgerðum. Í seinni hálfleiknum komust gestirnir frá Þrótti meira inn í leikinn og sóttu talsvert. Skagamenn drógu sig til baka og voru full kærulausir í varnarleiknum, dekkuðu illa og gáfu gestunum færi á að spila. Við þetta svigrúm tókst Þrótturum að skapa sér nokkur færi, sum hættuleg og voru óheppnir að ná ekki að skora. Skagamenn áttu líka sínar sóknir og hættuleg færi. Það hættulegasta á 62. mínútu þegar góð sending kom frá hægri, en Hjörtur Júlíus og Dean Martin voru á sama fermetranum inn í markteignum og þetta dauðafæri fór forgörðum. Mark Donninger var síðan hársbreidd frá því að stýra boltanum í hornið í blálokin í mikilli sókn ÍA liðsins.

Góður sigur hjá Skagamönnum og fullt hús, sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

 

Þessi heimasigur var þó ekki sannfærandi, þrátt fyrir að Skagamenn hafi verið mun betri stóran hluta leiksins þurfa þeir að bæta leik sinn, einkum varnarlega, þegar þeir mæta í næstu umferð Selfyssingum á Selfossi laugardaginn 28. maí, en þessi lið ásamt fleirum er spáð baráttunni á toppnum í sumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is