Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. maí. 2011 11:05

Fjölmenni á útgáfuhátíð vegna Sögu Akraness

Efnt var til útgáfuhátíðar í Bókasafninu á Akranesi í gær í tilefni útgáfu tveggja fyrstu bindanna af Sögu Akraness. Fjölmenni var við athöfnina sem hófst með söng Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópransöngkonu við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Þar næst tók Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Uppheima til máls og afhenti Árna Múla Jónassyni bæjarstjóra fyrstu eintök bókanna, en Uppheimar annast útgáfu og sölu þeirra fyrir Akraneskaupstað, sem kostar útgáfuna. Í kjölfarið voru flutt nokkur ávörp þar sem bókunum var fagnað og í lokin þáðu gestir veitingar.

 

 

 

 

Þeir sem ávörp fluttu luku miklu lofsorði á bækurnar tvær sem þarna voru kynntar. Árni Múli Jónasson bæjarstjóri sagði t.d. lesninguna bæði fróðlega og skemmtilega fyrir fólk á öllum aldri, ekkert síður unga en gamla. Þetta væri brunnur sem fólk myndi sækja í og ausa úr. “Þennan brunn þarf ekki að byrgja fyrir börnunum, um að gera að lofa þeim að detta ofan í hann,” sagði bæjarstjórinn í gamansömum tón um leið og hann líkti vinnu höfundarins Gunnlaugs Haraldssonar og þeim sem að honum stóðu við stórvirki.

 

Jón Gunnlaugsson formaður ritnefndar Sögu Akraness rakti í stuttu máli aðdraganda útgáfunnar sem er langur og spannar tímann frá 1997, þar sem alls 12 menn hafa setið í ritnefndinni og þar af þrír fallið frá á þeim tíma. Einn ritnefndarmanna hefur setið í nefndinni allan tímann, Leó Jóhannesson. Sá tími og peningar sem farið hafa í ritun Sögu Akraness bar einnig á góma í ávörpunum.

 

Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar sagði þegar hann handlék bækurnar tvær og lofaði um leið, að Þjóðverjar hefðu aldrei byggt Kölnarkirkju ef þeir hefðu vitað hvað það tæki langan tíma og hvað þá að Versalir hefðu þá nokkurn tímann verið byggðir. Bæði Sveinn og Jón formaður ritnefndar sögðust hafa fullan hug á því að þriðja bókin af Sögu Akraness myndi koma út fljótlega og sögurituninni yrði síðan lokið með fjórðu bókinni áður en langt um líður. Að ávörpum loknum voru bækur afhentar til skóla og stofnana á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is