Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2011 07:01

Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Síðastliðinn laugardag voru 72 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, 41 karl og 31 kona. Þetta var jafnframt þriðji fjölmennasti útskriftarhópur frá upphafi skólans. Útskrifaðir voru nýstúdentar, nemendur af iðnbrautum og af starfsbraut (sjá nánar skiptingu þeirra á www.fva.is ). Hörður Ó. Helgason skólameistari stýrði samkomunni en þetta var jafnframt síðasta brautskráning undir stjórn hans þar sem hann lætur af störfum í sumar. Ögmundur Sveinsson, sem síðastur var brautskráður að þessu sinni, var nemandi númer 1147 sem Hörður skólameistari brautskráir. Atli Harðarson aðstoðarskólameistari flutti annál vorannar og Lóa Guðrún Gísladóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema.

Listamenn settu hátíðlegan svip á samkomuna en þar komu fram Dagný Björk Egilsdóttir og Bryndís Bragadóttir sem léku á píanó og fiðluleikararnir Arna Pétursdóttir, Gunnþórunn Valsdóttir og Harpa Lind Gylfadóttir. Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum.

 

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Hann skiptist jafnt milli tveggja umsækjenda sem báðir luku námi á vorönn 2011 og voru það jafnframt þau sömu og urðu dúxar skólans. Þetta voru þau Helga Þórarinsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með lífvísindakjörsviði og Kristinn Hlíðar Grétarsson sem lauk burtfararprófi af námsbraut í húsasmíði og stúdentsprófi eftir nám í húsasmíði.  Sigurður Trausti Karvelsson, sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut, fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar á Sýruparti. Fjölmargar viðurkenningar voru auk þess veittar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum.

 

Að lokum ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari útskriftarnemendur, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman lagið Nú er sumar. Hjördís Garðarsdóttir formaður skólanefndar FVA og Árni Múli Jónasson þökkuðu Herði fyrir farsæl störf sem skólameistari. Steingrími Bragasyni íslenkukennara var jafnframt þakkað farsælt starf við skólann en hann lætur nú af störfum eftir áratuga kennslu á Akranesi.

 

Viðurkenningar

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félagsmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga:

Bjarki Berg Guðmundsson fyrir góðan árangur í frönsku (Endurskoðunarskrifstofa Jóns Þórs).

Guðlaug G. Bergsveinsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (Uppheimar) og ensku (Þörungaverksmiðjan)

Gunnþórunn Valsdóttir, Guðlaug G Bergsveinsdótitr, Heiður Dögg Reynisdóttir, Lóa Guðrún Gísladóttir, Olga Þórunn Gústafsdóttir, Salka Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Ýmir Sigurjónsson og Vífill Atlason fyrir störf að félagsmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar).

Helga Þórarinsdóttir fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2011 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir góðan árangur í ensku og frönsku (Kanadíska sendiráðið á Íslandi), stærðfræði (Elkem Ísland), efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), íslensku (Uppheimar) og líffræði (Soroptimistastystur á Akranesi).

Kristinn Hlíðar Grétarsson fyrir bestan árangur á burtfararprófi af iðnbraut á vorönn 2011 (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir), fyrir góðan árangur í sérgreinum í húsasmíði (Verkalýðsfélag Akraness), efnafræði og eðlisfræði (Háskólinn í Reykjavík), stærðfræði (Íslenska stærðfræðafélagið), tölvufræði (Kaupfélag Borgfirðinga) og íslensku (Uppheimar).

Lóa Guðrún Gísladóttir fyrir góðan árangur í efnafræði (Elkem Ísland), dönsku (Danska sendiráðið) og frönsku (Norðurál)

Salka Margrét Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsfræði og uppeldisfræði (Landsbankinn á Akranesi).

Sigurður Trausti Karvelsson fyrir góðan árangur í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði (GT-tækni Grundartanga), frönsku og ensku (Kanadíska sendiráðið á Íslandi).

Sigurrós Harpa Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í félagsfræði og sálfræði (Íslandsbanki á Akranesi).

 

Fleiri myndir í næsta Skessuhorni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is