Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2011 11:01

Grundfirðingar lögðu Berserki óvænt í Víkinni

Grundfirðingar spiluðu sinn fyrsta leik á Íslandsmóti KSÍ þetta árið  sl. laugardag.  Þar mættu þeir liði Berserkja sem er á vegum Víkings Reykjavíkur og spila sína leiki í Víkinni. Berserkjum var spáð efsta sæti riðilsins í ár og hafa á að skipa sterku liði. Þeir eru til að mynda komnir í 32ja liða úrslit Valitor bikarsins þar sem þeir mæta Fram. Í fyrra komst lið Berserkja í úrslitakeppni 3. deildar og því var ljóst að verkefnið var erfitt fyrir Grundarfjörð. Leikurinn fór fram í góðu veðri í Víkinni. Berserkir byrjuðu betur og voru að sækja meira en hægt og rólega unnu Grundfirðingar sig inn í leikinn. Grundfirðingar sýndu fínt spil á köflum og náðu nokkrum færum.

Eitt þeirra kom eftir hornspyrnu frá Predrag Milosavljevic þegar Finnbogi Llorens fékk dauðafæri en var óheppinn að setja boltann rétt framhjá. Það var svo á 45. mínútu þegar Grundarfjörður náði fínum spilakafla á miðjunni sem endaði með því að Ragnar Smári Guðmundsson átti eitraða sendingu inn fyrir vörn Berserkja og Ólafur Hlynur Illugason slapp í gegn einn á móti markverði. Hann kláraði færið af mikilli yfirvegun og kom Grundarfirði í 1-0 rétt fyrir leikhlé.

 

Berserkir komu dýrvitlausir inn í seinni hálfleikinn og ætluðu sér ekkert annað en 3 stig úr þessum leik. Vörn Grundarfjarðar stóð sína vakt og hélt sóknarmönnum Berserkja í skefjum. Berserkir pressuðu stíft en við það opnaðist vörnin hjá þeim. Það var svo á 72. mínútu þegar löng sending kom fram og Tryggvi Hafsteinsson slapp innfyrir vörn Berserkja. Hann kemst upp að endamörkum og nær að senda boltann fyrir þar sem að einn varnarmaður Berserkja skoraði næstum því sjálfsmark þegar hann hreinsaði aftur fyrir. Grundfirðingar fengu hornspyrnu sem að Predrag Milosavljevic tók, hann sendi hnitmiðaða sendingu fyrir þar sem að Hermann Geir Þórsson, spilandi þjálfari liðsins náði að koma boltanum í netið og staðan orðin 2-0 Grundfirðingum í vil.

Berserkir reyndu hvað þeir gátu til að komast aftur inní leikinn en vörn Grundarfjarðar var ógnar sterk og átti svör við öllum sóknum Berserkja sem dundu á þeim. Leikurinn endaði því með góðum 2-0 sigri Grundarfjarðar sem sýndu að þeir ætla sér að gera miklu betur heldur en í fyrra sumar þar sem að þeir náðu einungis í 5 stig allt sumarið.

 

Næsti leikur Grundarfjarðar er við Björninn á Grundarfjarðarvelli sunnudaginn 29. maí kl. 14:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is