Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. maí. 2011 02:01

Opnað fyrir skráningu á fyrsta landsmót UMFÍ 50+

Fyrir helgina var opnað fyrir skráningu á fyrsta Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður á Hvammstanga 24.-26. júní í sumar.  Af þessu tilefni komu þeir Ágúst Þorsteinsson og Árni Einarsson við í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík og skráðu sig til þátttöku í mótinu. Hlaupagarpurinn Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal hefur alla tíð keppt undir merkjum Umf. Íslendings sem er eitt af aðildarfélagum UMSB. Eitt af fyrstu stórmótum hans var þátttaka í Landsmóti UMFÍ á Akranesi 1975. Þar keppti hann í sundi. Lengstum var Ágúst í hópi þekktustu langhlaupara landsins. Hans keppnisferli lauk 1983 en þá keppti Ágúst á heimsmeistaramótinu sem þá var haldið í Helsinki. Í dag leikur hann golf sér til skemmtunar.

 

 

 

 

Árni Einarsson verður 80 ára í haust. Hann byrjaði að keppa 18 ára gamall en hans félag alla tíð hefur verið Ungmennafélag Selfoss.  Aðalgrein Árna lengstum var kringlukast. Árið 1957 hætti Árni að keppa en tók upp þráðinn að nýju fyrir þremur árum síðan, 77 ára að aldri. Hann hefur keppt á Evrópu- og Norðurlandamótum öldunga en frá því að hann fór að keppa að nýju 2008 hefur hann unnið til 56 verðlaunapeninga.

Keppnisgreinar á mótinu í sumar verða badminton, blak, boccia, bridds, fjallaskokk, frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir, línudans, pútt, skák, starfsíþróttir, sund og þríþraut. Skráning og aðrar upplýsingar um mótið eru að finna á www.landsmotumfi50.is Þátttökugjald  er 6.000 kr. óháð greinafjölda. Innifalið í verðinu er keppni, tjaldsvæði og afþreying meðan á mótinu stendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is