Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2011 10:11

Tregt á grásleppunni i byrjun vertíðar á Breiðafirði

„Það er svo sem ekki gáfulegt að ætla að leggja netin í þessari norðanbrælu sem nú er,“ sagði Ásgeir Árnason grásleppuútgerðarmaður í Stykkishólmi þegar hann var að hífa netin um borð í bát sinn í gær ásamt tveggja manna áhöfn sinni. Grásleppuveiðar máttu byrja við innanverðan Breiðafjörð 20. maí og þá strax lögðu nokkuð margir netin þrátt fyrir slæmt veður. „Ég heyrði í einum í morgun sem var að draga tveggja nátta og hann hætti eftir fjórar trossur og var þá kominn með 6 grásleppur. Líklega er hann með átta net í trossunni  svo þetta er í 32 net. Það lítur ekki vel út.“

Grásleppusjómenn leggja yfirleitt netin mjög grunnt við innanverðan Breiðafjörðinn og veður hefur því afdrífaríkar afleiðingar hjá þeim. Ágætis veiði var hins vegar hjá þeim sem voru við veiðar utar í Breiðafirðinum þar sem byrja mátti mun fyrr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is