Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. maí. 2011 04:01

Umræða um flúor byggi á staðreyndum

Í kjölfar tilkynningar Norðuráls varðandi flúor í grasbítum sendi Ragnheiður Þorgrímsdóttir bóndi að Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit frá sér fréttatilkynningu varðandi málið í dag. Hún segir mikilvægt að umræða um flúor í búfé byggi á staðreyndum. Flúor sé ekki nauðsynlegt efni í spendýrum heldur geti það verið þeim afar hættulegt. “Þolmörk flúors í hrossum eru lítið þekkt hérlendis, enda hafa þolmörk hvorki verið skilgreind né verið rannsökuð með tilliti til þeirra nota sem höfð eru af hestum nú til dags, s.s. með tilliti til hreyfigetu, styrkleika beina og taugakerfis.

Enn síður er vitað um áhrif mikillar en tiltölulega skammvinnrar flúormengunar eins og kom frá Norðuráli í ágúst 2006 og þess flúoráreitis er stækkun álversins skapaði frá vori og fram á haust 2007. Meðaltöl í vöktun iðjuveranna á flúori gefa engan veginn rétta mynd af mengunarálaginu,” segir meðal annars í tilkynningunni.

Ragnheiður telur einnig eðlilegt að álit dýralæknanna sem Norðurál vísar til í tilkynningunni séu gerð opinber einkum vegna þess að enginn dýralæknir hefur lokið rannsókn á hrossunum svo eiganda þeirra sé kunnugt. Þá hafi enginn fulltrúi frá Matvælastofnun komið að skoða hrossin. Segir Ragnheiður furðu sæta að dýralæknir hrossasjúkdóma skuli draga afgerandi ályktun þar sem vísindalegan grunn skortir og láta sig sjúkdómsgreiningu hrossanna og velferð engu varða.

 

Hér má lesa fréttatilkynningu Ragnheiðar í heild sinni.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is