Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 10:17

Tilraun Arnórs bónda heppnaðist

Í síðustu viku sagði Skessuhorn frá afar athyglisverðri tilraun bóndans Arnórs Kristjánssonar á Eiði í Kolgrafarfirði. Þannig hagaði til að tjaldshjón höfðu til nokkurra ára átt búsetu á malareyri sunnan við bæinn og um sjötíu metra frá sjónum og í þriðja eða fjórða skiptið verpti tjaldurinn á sama stað. Undanfarin vor hefur hreiðrið hins vegar ýmist farið á kaf á háflóði eða tófan stútað eggjunum í því og uppeldi tjaldshjónanna því misfarist. Arnór greip því til þess ráðs að setja frauðplastsplötu við hreiðurstæðið, hálfgerða flotbryggju, sem fest var með bandi við jarðfastan tein og færði hreiðrið í skál sem hann gerði í plötuna. Þessum tilfæringum tók tjaldurinn afar vel og lagðist á eggin sín fjögur eins og ekkert hefði í skorist. Síðastliðinn miðvikudag var háflóð í Kolgrafarfirði og fylgdist ljósmyndari Skessuhorns með því hvernig hreiðrinu reiddi af. Flóðbryggja tjaldsins stóð af sér strauminn og var á floti í tvo daga. Strax á fimmtudeginum, í fjöru, klöktust ungarnir síðan úr eggjunum og héldu á brott eftir að þeir voru orðnir þurrir. Það má því segja að tilraun Arnórs bónda hafi heppnast.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is