Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 10:17

Tilraun Arnórs bónda heppnaðist

Í síðustu viku sagði Skessuhorn frá afar athyglisverðri tilraun bóndans Arnórs Kristjánssonar á Eiði í Kolgrafarfirði. Þannig hagaði til að tjaldshjón höfðu til nokkurra ára átt búsetu á malareyri sunnan við bæinn og um sjötíu metra frá sjónum og í þriðja eða fjórða skiptið verpti tjaldurinn á sama stað. Undanfarin vor hefur hreiðrið hins vegar ýmist farið á kaf á háflóði eða tófan stútað eggjunum í því og uppeldi tjaldshjónanna því misfarist. Arnór greip því til þess ráðs að setja frauðplastsplötu við hreiðurstæðið, hálfgerða flotbryggju, sem fest var með bandi við jarðfastan tein og færði hreiðrið í skál sem hann gerði í plötuna. Þessum tilfæringum tók tjaldurinn afar vel og lagðist á eggin sín fjögur eins og ekkert hefði í skorist. Síðastliðinn miðvikudag var háflóð í Kolgrafarfirði og fylgdist ljósmyndari Skessuhorns með því hvernig hreiðrinu reiddi af. Flóðbryggja tjaldsins stóð af sér strauminn og var á floti í tvo daga. Strax á fimmtudeginum, í fjöru, klöktust ungarnir síðan úr eggjunum og héldu á brott eftir að þeir voru orðnir þurrir. Það má því segja að tilraun Arnórs bónda hafi heppnast.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is