Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 11:01

Fyrsti Íslandsmeistari Skagamanna í hnefaleikum

Skagamann eignuðust sinn fyrsta Íslandsmeistara í hnefaleikum á Íslandsmótinu sem fram fór nýlega á Broadway í Reykjavík. Það var Arnór Már Grímsson sem sigraði í 69 kílóa flokki í veltivigt. Arnór sem er kornungur, aðeins á sautjánda ári, sigraði Hinrik R. Helgason hnefaleikafélaginu Æsi í Reykjavík í úrslitabardaganum sem var æsispennandi en Arnór reyndist sterkari á endanum. Hann hefur staðið sig vel á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í síðustu misserin. Sigraði meðal annars danskan hnefaleikakappa á móti sem haldið var á síðustu Ljósanótt í Reykjanesbæ og afmælismóti Hnefaleikafélags Reykjavíkur.

 

 

 

 

“Mér datt í hug að prófa boxið þegar það byrjaði hérna á Akranesi 2006. Ég fékk strax mikinn áhuga og hef æft síðan. Þetta er mjög góður og skemmtilegur félagsskapur. Það eru æfingar tvisvar eða þrisvar í viku hérna á Skaganum hjá þjálfara mínum Örnólfi Þorleifssyni og síðan fer ég líka á æfingar í líkamsræktarstöð í Reykjavík hjá Daða Ástþórssyni sem þjálfar hnefaleikafólk í Reykjanesbæ,” segir Arnór en þetta var annað Íslandsmótið sem hann keppir á, keppti í fyrsta skipti í fyrra.

“Ég stefni að því að standa mig vel áfram á mótum hérna í Íslandi og svo er aldrei að vita nema ég stefni út í atvinnumennsku. Það er draumurinn, en ég er líka að þjálfa yngri krakka og stefni á nám, annað hvort í Íþróttakennaraskólann eða einkaþjálfarann,” segir Arnór Már Grímsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is