Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 03:02

Umhverfisdagur á Akranesi á laugardaginn

Þessa dagana stendur yfir umhverfisátak á Akranesi sem lýkur með umhverfisdegi nk. laugardag. Allir bæjarbúar, ungir sem aldnir, eru hvattir til að taka þátt. Árni Múli Jónasson hefur verið bæjarstjóri á Akranesi í liðlega níu mánuði. Til að forvitnast aðeins um sýn hans á bæinn leit blaðamaður við hjá honum í Ráðhúsinu skömmu fyrir byrjun átaksins “Tökum til hendinni,” sem er yfirskrift umhverfisdaganna. “Þeir eru margir sem hafa komið hingað í heimsókn og sagt, “þetta er fallegur bær, mun fallegri en ég bjóst við.” Það er samt þannig að alltaf má gera fallegan bæ betri og vissulega er það þannig að þótt í heildina megi segja að Akranes sé fallegur bær, þá er þó víða pottur brotinn og ástæða til að snyrta og fegra. Við verðum öll í sameiningu að taka á hlutunum og gera þá betri og þá dugar í sjálfu sér skammt svona átak í nokkra daga eins og við auglýsum núna, heldur verðum við að halda áfram að ganga vel um bæinn okkar til framtíðar,” segir Árni Múli.

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við Árna Múla Jónasson bæjarstjóra í tilefni umhverfisátaks á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is