26. maí. 2011 08:01
Hjónin Fannar Baldursson og Rán Kristinsdóttir eru nú að skipuleggja svokallað Snæfellsjökulshlaup sem verður haldið 2. júlí í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi leið er hlaupin en sömu helgi verður bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík. Þannig má búast við miklu lífi í bænum þegar keppendur koma í mark. “Við erum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár en gáfum okkur aldrei tíma til að láta þetta verða að veruleika. Síðan lætur maður auðvitað slag standa þegar mest er að gera hjá okkur,” segir Rán og brosir. Hlaupið verður frá Arnarstapa yfir Jökulháls til Ólafsvíkur. Leiðin er um 22 kílómetrar og langstærsti hluti hlaupsins er malarvegur. Blaðamaður hitti hjónin og forvitnaðist um hlaupið í síðustu viku.
Nánar er fjallað um Snæfellsjökulshlaupið í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.