Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 04:01

Nýjar áherslur á Fosshótel Reykholti

Óhætt er að segja að nýjar áherslur ráði nú ríkjum á Fosshótel Reykholti í Borgarfirði. Þangað kom í vor hótelstjóri sem fékk það hlutverk í vegarnesi að innleiða nýjar áherslur í rekstrinum, er nokkurs konar breytingastjórnandi. Hún heitir Anna Sigurðardóttir og segist sjálf kjósa starfstitilinn yfirþerna. Hún er Hafnfirðingur að uppruna en hefur undanfarin ár stýrt breytingum á hótelum, meðal annars í Reykjavík og á Austurlandi, bæði fyrir Fosshótel og einyrkja í rekstri. Í Reykholti ætlar hún að vera til 1. september næstkomandi en þá á að vera lokið ákveðnu breytingarferli og nýtt fólk taki þá við stjórnun, helst heimafólk. Meðal breytinga segir hún vera að virkja heimafólk til starfa í auknum mæli, nýta hráefni úr heimabyggð til matargerðar og komið verði á ýmsum viðburðum með þátttöku heimafólks. Loks er markmið að efla samstarf við Snorrastofu og aðra ferðaþjónustuaðila í héraðinu.

 

Spjallað er við Önnu Sigurðardóttur yfirþernu á Fosshótel Reykholti í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is