Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. maí. 2011 05:07

Sextán borgfirskir björgunarsveitamenn á gossvæðinu

Nú eru alls 16 borgfirskir björgunarsveitamenn á gossvæðinu á Suðausturlandi að aðstoða heimafólk við að ráða við eftirköst eldgossins í Grímsvötnum. Þór Þorsteinsson hjá Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði sagði ástandið ósköp rólegt þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. “Það hefur rignt talsvert í dag og því er engin aska í loftinu ennþá. Þá fauk mikil aska í burtu í hvassviðrinu í gær,” sagði Þór meðal annars. Borgfirsku björgunarsveitamennirnir hafa verið á gossvæðinu síðan í nótt og koma ýmist frá Brák í Borgarnesi, Heiðari í Stafholtstungum og Ok í Borgarfirði. Þór segir heppilegt að það séu menn í hópnum sem hafi reynslu af sauðfjárbúskap.

 

 

 

 

 

“Við höfum verið að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu. Við höfum keyrt á milli bæja og athugað hvort þörf sé á hjálp af einhverju tagi, og síðan hjálpað til þegar þess þarf. Við höfum verið að aftengja þakrennur svo askan fari ekki holræsin, mokað öskunni frá, keyrt út vatn til bænda, tekið vatnssýni og dreift grímum. Bændur höfum við aðstoðað við ýmis verk. Kindur og lömb eru mjög illa farin eftir öskuna og við höfum verið að skola úr augunum úr þeim. Fólkið sem við höfum hitt er mjög yfirvegað og rólegt yfir ástandinu enda er það mun betra núna en fyrstu daga gossins,” sagði Þór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is