Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2011 09:28

Víkingar dottnir úr bikarnum

Víkingar frá Ólafsvík mættu Val á Hlíðarenda í 32 liða úrslitum Valitor bikarsins í gærkvöldi. Eins og kunnugt er leika Valsmenn í úrvalsdeild en Víkingar eru nýliðar í þeirri fyrstu. Víkingarnir áttu þá eftirminnilegt bikarævintýri síðasta sumar þegar þeir komust alla leið í undanúrslit þar sem þeir mættu verðandi bikarmeisturum FH. Gestirnir voru því til alls líklegir þegar þeir mættu á Vodafonevöllinn í gær.

Leikurinn fór hægt af stað og voru hvorug liðin að skapa sér hættuleg færi framan af. Það kom því flestum í opna skjöldu þegar Valsmenn komust yfir á elleftu mínútu með góðu skoti frá Jóni Vilhelm Ákasyni. Víkingar efldust hins vegar við markið og voru betra liðið á vellinum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

 

 

 

 

Á 43. mínútu fengu Víkingar aukaspyrnu rétt utan teig hægra megin á vellinum. Brynjar Kristmundsson tók spyrnuna og gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum efst í hægra hornið. Staðan var því 1-1 í hálfleik.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að skapa sér mörg góð færi. Þegar líða tók dró þó aðeins úr þeim og var hvorugt liðið líklegt til sigurs undir það síðasta. Því var framlengt. Á 95. mínútu fengu Víkingar dæmt á sig umdeilt víti. Guðjón Pétur Lýðsson steig á punktinn en Einar Hjörleifsson varði glæsilega í markinu. Ekki í fyrsta sinn sem hann ver víti fyrir Víkinga. Valsmenn gáfust þó ekki upp og héldu áfram að sækja og þegar rúmlega fimm mínútur voru eftir af framlengingunni komust þeir yfir með skallamarki frá Hauki Páli Sigurðssyni. Lokatölur voru 2-1 heimamönnum í vil og Víkingar því dottnir úr bikarkeppninni í ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is