Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2011 12:40

Aukið álag í sumar hjá fámennara lögregluliði

“Þrátt fyrir bænaskjöl og beiðnir höfum við ekki fengið fjárveitingu fyrir ráðningar sumarafleysingamanna. Við göngum því út frá því núna að þurfa að leggja út í sumarið án þess að ráða neinn í afleysingar. Þetta er ansi mikil breyting frá því árið 2008 þegar við réðum fjóra í sumarafleysingar og þá þótti það mjög eðlileg ráðstöfun. Okkur hefur síðan verið gert að trappa okkur niður í ráðningum, í fyrra fengum við bara að ráða tvo. Þetta þýðir að við verðum að útfæra vaktir og eftirlit öðruvísi og höfum svo sem þurft að gera það í skamman tíma og mætt þannig auknu álagi. Núna er það sem blasir við mikið og aukið álag í lengri tíma. Það er spurning hvernig mannskapurinn verður á sig kominn í haust,” segir Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

 

Aðspurður sagði hann að í sjálfu sér væri ekki óttast að fólk komi til með að búa við óöryggi í umdæminu, eða tilteknum hlutum þess, en hinsvegar mætti búast við að í sumum tilfellum taki lengri tíma að sinna útköllum en áður. Þessi fækkun í lögregluliðinu myndi þýða að bæði yfirlögregluþjónn og varðstjóri yrðu að fara í útköll í auknum mæli og þeir sem væru á bakvöktunum oftar kallaðir út. Um helgar yrðu héraðslögreglumenn oftar boðaðir til starfa en áður. “Við höfum leyst málin á þennan hátt síðustu misserin þegar álagið hefur aukist og ljóst er að það mun aukast á okkur til muna í sumar. Þá er sýnt að skýrslur og rannsóknarvinna mun taka lengri tíma en verið hefði til þessa,” segir Theodór.

 

Erfitt sumar framundan á Skaganum

“Það er greinilega erfitt sumar framundan, mikið álag hjá þeim sem verða á vöktunum. Við höfum þurft að þola mikinn niðurskurð undanfarið, það var t.d. fækkað um einn mann í vetur og ekki er langt síðan 13 menn voru í lögregluliðinu en núna erum við níu. Skorið var mikið niður hjá okkur í sumarafleysingum í fyrra, þá fengum við aðeins að ráða þrjá í stað fjögurra til fimm áður. Núna er útlit fyrir að við fárum bara að ráða tvo í sumarafleysingar”, segir Jón S. Ólason yfirlögregluþjónn á Akranesi.

Jón segir að álagið hafi verið að aukast mikið á mannskapinn og muni gera það enn frekar í sumar. Aðspurður hvort að við þetta sé ekki verið að skerða öryggi íbúanna sagði Jón: “Við erum með mjög samheldinn hóp í lögregluliðinu og einhvern veginn hefur þetta alltaf bjargast. Menn tilbúnir að hlaupa til þegar á hefur þurft að halda,” segir Jón.

 

Tímabilið stytt á Snæfellsnesi

Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn hjá lögregluembættinu á Snæfellsnesi segir að ekki komi til fækkunar ráðninga í afleysingastörf í sumar, en hins vegar hafi afleysingatímabilið verði stytt í báða enda vegna þess að erfiðlega hafi gengið að fá fólk til starfa. “Við ráðum þrjá í afleysingar í sumar eins og í fyrra, en vandamálið hér hefur verið að fá menn til starfa og þannig skilst mér að hafi verið hjá sumum embættum út um landið,” segir Ólafur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is