Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2011 09:01

Betri afkoma Akraneskaupstaðar en áætlað var

Ársreikningar Akraneskaupstaðar fyrir síðasta ár voru teknir til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Reikningarnir sýna að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 166 milljónar á móti um 98 milljónum sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, sem er 69 milljónum betri afkoma en áætlað var. Heildarafkoma bæjarsjóðs var jákvæð um 383,1 milljón á móti um 258,8 milljónum í fjárhagsáætlun, eða 125 milljónum króna betri afkoma en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.  Eigið fé Akraneskaupstaðar var í árslok 5.380 m.kr. og hafði hækkað um 383,2 m.kr. frá árinu 2009. Árni Múli Jónasson bæjarstjóri fylgdi ársreikningnum úr hlaði og sagði eiginfjárstöðuna mjög sterka. Einnig vakti hann m.a. athygli á því að skuldir og skuldbindingar lækka milli ára um 367 milljónir, sem væri athyglisverð staðreynd í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru nú í íslensku samfélagi, en árétti um leið sterka stöðu þar sem að engin langtímalán voru tekin á árinu 2010 hjá Akraneskaupstað eða stofnunum hans.

 

 

 

 

 

Heildartekjur í samanteknum ársreikningi voru árið 2010 alls um 4.055 m.kr. eða 122 m.kr. hærri en fjárhagsáætlun sagði til um. Rekstrarútgjöld voru 3.889 m.kr. eða 54 m kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Handbært fé frá rekstri var 579,6 m.kr., fjárfestingarhreyfingar voru nettó um 59 m.kr. og fjármögnunarhreyfingar um 250 m.kr., þar af afborganir langtímalána  281,3 m.kr. hans. Handbært fé í árslok er um 833,3. m.kr. og hafði hækkaði um 270,5 m.kr. á árinu. Heildareignir Akraneskaupstaðar í árslok 2010 voru 11.177 m.kr.  Skuldir og skuldbindingar voru samtals um 5.796 m.kr., þar af langtímaskuldir um 2.278 m.kr. og lífeyrisskuldbindingar 2.729 m.kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is