Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2011 09:48

Tuttugu tíma törn við brúarsteypu á Haffjarðará

Dekkið á nýju brúnni yfir Haffjarðará var steypt sl. þriðjudag. Steypan var mjög umfangsmikil, vaskir menn í steypustöð Loftorku í Borgarnesi mættu til vinnu klukkan fjögur um morguninn og farið var að leggja niður steypuna um fimmleytið. Steypuvinnunni lauk um kvöldið og stóð samfleytt í hátt í 20 tíma.

Um 480 rúmmetrar af steypu fóru í brúardekkið. Bílafloti Loftorku, ásamt steypudælu, var notaður til verksins ásamt því að aðstoð barst utan af Snæfellsnesi, frá Þorgeiri ehf. sem kom með tvo bíla og frá Steypustöðinni Hvammstanga, en þaðan komu tveir bílar. Alls voru því níu steypubílar notaðir til að flytja steypuna frá steypustöð Loftorku í Borgarnesi að Haffjarðará. 

“Þessi steypuafhending er hin stærsta frá Loftorku um árabil. Það er brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar sem hefur haldið utan um verkið og dylst engum að þar eru vanir menn á ferð,” segir Bergþór Ólason hjá Loftorku. Nýja brúin á Haffjarðará er sú þriðja sem þverar Haffjarðará, en sú elsta verði 100 ára á næsta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is