Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 06:44

Flatirnar straujaðar á Garðavelli

Þegar blaðamaður og ljósmyndari Skessuhorns voru á ferðinni við Garðavöll á Akranesi sl. fimmtudag veittu þeir athygli hvar maður á torkennilegu tæki sveiflaðist til á einni flötinni, rétt eins og hann væri að róla sér eða á flögri líkt og fugl í leit að varpstað. Þegar þetta var skoðað nánar var þarna verið að fínjafna flötina með litlum vélvaltara. Þeir kalla þetta straujárn og það var sem sagt verið að strauja flötina á 13. braut. Garðavöllur var undirbúinn fyrir fyrsta alvöru mót sumarsins, fyrsta stigamótið í Eimskipsmótaröðinni, sem haldið var um helgina á Garðavelli.

 

 

 

 

Róbert Árni Halldórsson vallarstjóri sagði að völlurinn líti ágætlega út og væri í sjálfu sér í góðu ásigkomulagi til að taka við alvöru móti. “En það vantar náttúrlega meiri hita. Strax og hlýnar í veðri fara hlutirnir að gerast,” sagði Róbert. Þetta var einmitt einn fyrsti góði dagurinn eftir að viku kuldahret gekk yfir landið, sem sunnanvert Vesturland slapp þó ótrúlega vel við. “Þið hefðuð átt að vera hérna á mánudag og þriðjudag, þá var virkilega svalt,” sagði Einar Þór Hákonarson einn vallarstarfsmannanna í samtali við blaðamann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is