Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 08:01

Verulegur munur á menntun eftir búsetu

Hagstofa Íslands birti nýlega niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn um menntun Íslendinga. Árið 2010 höfðu rúmlega 56 þúsund manns á aldrinum 16-74 lokið háskólanámi, eða um fjórðungur íbúa. Háskólamenntuðum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 22% íbúa. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þeir sem eingöngu hafa lokið styttra námi, þ.e. grunnmenntun, eru tæplega 86 þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003.

 

 

 

Mikill munur er á menntun íbúa höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. Að sama skapi hafa færri yngri konur en karlar eingöngu lokið grunnmenntun. Í elstu aldursflokkunum snýst dæmið hins vegar við og þar er hlutfall kvenna sem hefur aðeins lokið grunnmenntun mun hærra en hlutfall karla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is