Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 09:01

Álverð hefur hækkað um fjórðung á einu ári

Miklar hækkanir hafa orðið á álverði á undanförnu ári. Við lokun markaða sl. föstudag stóð álverð í 2.548 dollurum miðað við þriggja mánaða sölusamninga. Hefur það hækkað um 27% á síðastliðnu ári og nærri 40% ef horft er til lágpunkts í álverði um mitt síðasta ár.  Þessar miklu hækkanir leiða til aukinna útflutningstekna af áli. Þannig jukust útflutningstekjur á föstu gengi um 5% fyrstu þrjá mánuði þessa árs, námu liðlega 56 milljörðum króna. Í þeim tilfellum þar sem raforkuverð til innlendra orkufyrirtækja er tengt álverði skilar þessi mikla hækkun umtalsverðri hækkun á raforkuverði. Meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju á síðasta ári var 25,7 dalir á megavattsstund og hafði hækkað um liðlega 30% á milli ára. Álverð nú er nærri fimmtungi hærra en að meðaltali á síðasta ári. Það samsvarar því að meðalverð til stóriðju er nú um 30 dalir á megavattsstund, miðað við fyrrgreindar tölur Landsvirkjunar. Haldist álverð hátt áfram gæti það aukið raforkutekjur íslenskra orkufyrirtækja um liðlega fjóra milljarða á þessu ári.

 

 

 

Í tilkynningu frá Samál, samtökum álframleiðenda hér á landi, segir að mikill munur sé á þeim tekjum sem stóriðja er að skapa Landsvirkjun á hvert uppsett megavatt, samanborið við almennan markað. „Á síðasta ári nam meðalverð til stóriðju 25,7 dollurum á megavattsstund. Verð til almenningsveitna var á sama tíma 27,9 dollarar. Meðalnýting stóriðju er 96% á sama tíma og meðalnýting almenningsveitna er 56% sökum sveiflna yfir sólarhringinn. Að teknu tilliti til þessa var stóriðjan að greiða að jafnaði um 60% hærra verð á hvert uppsett megavatt heldur en almenningsveitur. Þessi munur hefur haldið áfram að aukast það sem af er þessu ári og er nú um 70% miðað við fyrrgreindar verðhækkanir.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is