Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. maí. 2011 01:40

ÍA með þrjá sigra í þremur leikjum

Skagamenn eru með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum í 1.deild karla. Liðið virðist ógnarsterkt og ljóst er að ekkert annað kemur til greina en að komast upp í Pepsi deildina. Um helgina unnu þeir góðan sigur á útivelli gegn Selfoss en margir hafa spáð Sunnlendingum góðu gengi í sumar enda féllu þeir úr Pepsi deildinni síðasta sumar og vilja ólmir komast aftur upp. Skagamenn unnu því sigur sem gæti reynst þeim mikilvægur í toppbaráttunni þegar líða tekur á mót en þó eru 19 leikir enn eftir og engin ástæða fyrir menn að fara fram úr sjálfum sér. Skagamenn þurfa áfram að spila af sama krafti ef þeir ætla að vera í baráttunni.

 

 

 

Á laugardaginn síðastliðinn mætti ÍA liði Selfoss á útivelli eins og fyrr segir, og sigruðu 2-1. Þeir blésu strax til sóknar og Hjörtur Hjartarson átti skot sem var varið í horn. Þrátt fyrir að hafa verið betri aðilinn í fyrri hálfleik létu fá færi á sér kræla og Selfyssingar áttu í raun hættulegasta færið þegar Skagamenn björguðu á línu eftir skalla Ibrahima Ndiaye.

 

Í seinni hálfleik byrjuðu Skagamenn aftur af krafti og náðu að skora mark á upphafsmínútunum. Selfyssingar voru ekki með á hreinu hver ætti að eiga við skot Dean Martin sem rataði því alla leið í netið, staðan orðin 0-1 fyrir gestina á 47. mínútu.. Stuttu seinna var mark dæmt af Hirti vegna rangstöðu og Skagamenn virtust ætla að bæta í ef eitthvað var. Þá tóku Selfyssingar við sér og spýttu í lófana. Fyrirliði þeirra, Auðunn Helgason skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið þegar hann skaut föstu skoti á rammann í kjölfar hornspyrnu og mikillar pressu Selfyssinga, á 57. mínútu. Sex mínútum síðar, á 63. mínútu kom sigurmark leiksins. Hjörtur Hjartarson var á ferðinni í teignum þegar brotið var á honum. Dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, benti á vítapunktinn og Arnar Már Guðjónsson stillti sér upp við boltann. Honum brást ekki bogalistin og skoraði fyrsta mark sitt í sumar. 1-2 sigur því staðreynd á erfiðum útivelli.

 

Næsti leikur ÍA verður Vesturlandsslagur gegn Víkingi Ólafsvík og fer leikurinn fram á Akranesi fimmtudaginn 2.júní, kl. 20.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is